Sigrún Þórisdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Sigrún hefur starfað sem sálfræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem hún sá um frumgreiningar, viðtöl og ráðgjöf fyrir starfsfólk skóla, foreldra og börn. Sigrún fékk starfsþjálfun á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún fékk góða reynslu af þverfaglegu samstarfi, teymisvinnu, greiningarvinnu, meðferðarvinnu og námskeiðahaldi fyrir börn og unglinga. Sigrún er sjálfboðaliði hjá Krafti félagi ungs fólks með krabbamein þar sem hún veitir jafningjastuðning og ráðgjöf.

Sigrún hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum, unglingum og fullorðnum. Hún hefur unnið mikið með leikskólabörnum, unnið í skólakerfinu við almenna kennslu og sem sálfræðingur, unnið í geðheilbrigðiskerfinu með börnum, unglingum og fullorðnum og veitt viðtöl og meðferð í sálfræðiráðgjöf fyrir háskólanema.

Menntun:

Cand.Psych. nám í sálfræði (barna og unglinga) við Háskóla Íslands
Diplómagráða í afbrotafræði frá Háskóla Íslands
Bachelorgráða í sálfræði frá Háskóla Íslands

Rannsóknir:

BA rannsókn: Skynjun hreyfingar í lesblindu.
Cand.Psych. rannsókn: Snillingarnir: Árangur og breytingar á stýrifærni á meðferðarnámskeiði fyrir börn með ADHD

Sendu Sigrúnu skilaboð