Linzi M Trosh, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Linzi sinnir greiningu og meðferð fullorðinna. Í meðferðavinnu beitir hún hugrænni atferlismeðferð en einnig EMDR þegar það á við. Linzi tekur einkum að sér mál sem tengjast kvíða, þunglyndi og áfallastreitu.

Samhliða starfi sínu a stofunni starfar Linzi sem sálfræðingur á Heilbrigðistofnun Suðurnesja þar sem hún sinnir meðferð við ýmsum vandamálum.

Menntun og reynsla:

Linzi lauk BSc gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2014. Í kjölfarið hóf hún MSc nám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík sem hún lauk í júní 2016. Linzi hlaut starfsþjálfun bæði á sviði barna og fullorðinna og fór það fram á Barnavernd Kópavogs, Réttar- og öryggisgeðdeildinni Kleppi og áfengis- og vímuefnadeild Landspítalans. Þar sinnti hún meðal annars einstaklingsmeðferð, greiningu og tók þátt í ýmsum hópameðferðum.

Rannsóknir:

MA verkefni: Child Sexual Abuse: Value of Children's Testimonies (2016).
Bsc verkefni: Þróun áhrifaþátta í málum barna í Barnahúsi: Samanburðarrannsókn á gögnum Barnahúss frá '98 -'03 og '06 -'10 og þáttum sem tengjast útgáfu ákæru og sakfellingum (2014).

Sendu Linzi skilaboð