Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Lilja sinnir meðferð fullorðinna einstaklinga og hefur lagt sérstaka áherslu á fólk með áfallasögu og fíknivanda ýmis konar. Þar að auki hefur Lilja nokkuð fengist við almennt sálfræðilegt mat og greiningu, ADHD mat á fullorðnum, afleiðingar kynferðisafbrota og annarra áfalla, almennan kvíða, þunglyndi og félagsfælni.

Lilja fékk starfsleyfi árið 2011 frá Háskóla Íslands. Fyrstu árin starfaði hún sem sálfræðingur á Reykjalundi, lengst af sem sálfræðingur lungnateymis. Að auki starfaði hún sem sálfræðingur hjartateymis síðustu tvö ár sín í starfi og þar áður hafði hún viðkomu bæði í geðheilsuteymi Reykjalundar og offitu- og næringarteymi.

Lilja starfaði sem sálfræðingur Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, í rúmlega ár frá 2014 til 2015 og rak að auki eigin stofu á tímabili undir merkjum Heilshugar.

Á haustmánuðum árið 2015 flutti Lilja til Noregs þar sem hún starfaði sem sálfræðingur á afeitrunar- og endurhæfingarstöð fyrir fólk með vímuvanda og á göngudeild offitu í bænum Førde í Vestur-Noregi.

Í grunninn starfar Lilja eftir aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en nýtir sér einnig aðferðir EMDR fallameðferðar og klíníska dáleiðslu þegar það er viðeigandi.

Að auki hefur Lilja sinnt fræðslu og námskeiðahaldi um ýmis sálfræðileg málefni, allt frá grunnfræðslu um tilfinningar og sálarlíf til hópameðferða vegna sálfræðilegra raskana.

Sendu Lilju skilaboð