Kristjana Magnúsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Kristjana sinnir greiningu og meðferð geð-, hegðunar og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Kristjana hefur auk þess sérhæft sig í greiningum einhverfu hjá fullorðnum.

Kristjana hefur starfað á Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins frá árinu 2007 og starfar þar meðfram stofurekstri. Á Greiningarstöð og ráðgjafarstöð hefur hún langa reynslu af greiningum og ráðgjöf vegna barna og unglinga með flókin frávik í taugaþroska, m.a. einhverfu, þroskahömlun og ýmis konar tilfinningavanda. Á árunum 2014 og 2015 starfaði Kristjana jafnframt sem skólasálfræðingur fyrir skóla og velferðarþjónustu Árnesþings í verktakavinnu. Kristjana hefur kennt á námskeiðinu Klókir krakkar fyrir krakka á einhverfurófi (kvíðanámskeið) og námskeiðinu PEERS sem er félagsfærninámskeið fyrir unglinga. Árið 2008 lauk hún 2ja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og nýtir hugræna atferlismeðferð í meðferðarvinnu.

Kristjana hefur áralanga reynslu af notkun greindarprófa (WISC-IV, WPPSI-R), mati á aðlögunarfærni (VABS-II), mati á einkennum einhverfu (ADOS og ADI) og tilfinninga og hegðunarvanda (K-SADS, ADIS) auk fjölmargra matslista sem eiga þátt í að leggja mat á hegðun og líðan. Kristjana er með sérfræðiréttindi í fötlunarsálfræði.

Menntun:

Sérnám í hugrænni atferlismeðferð frá EHÍ (2008)
Cand.psych námí í sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla (2001)
BA gráða í sálfræði frá HÍ (1998)

Birting:

K. Magnúsdóttir, Sæmundsen, E, Einarsson, B.L. Magnússon P. And Njarðvík, U. (2016). The impact of attetion deficti/hyperactivity disorder on adaptive functioning in children diagnosed late with autism spectrum disorder – A comparative analysis. Research in Autism Spectrum Disorder, 23, 28-35.

Námskeið:

Kristjana hefur sótt fjöldamörg námskeið um greiningu og meðferð tilfinningavanda hjá börnum innanlands og utanlands. Hún hefur haldið fyrirlestra um einhverfu og tengdar raskanir á ráðstefnum og námskeiðum.

Sendu Kristjönu skilaboð