Kristján Helgi Hjartarson, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Kristján er sálfræðingur sem sinnir greiningu og meðferð unglinga og fullorðinna. Hann sérhæfir sig í meðferð þunglyndis og kvíðaraskanna með áherslu á langvinn þunglyndiseinkenni og almennan kvíða. Kristján vinnur jafnframt með sálræn áföll og sorg, streitu, lágt sjálfsmat, heilsukvíða og reiðivanda svo dæmi séu nefnd

Kristján vinnur að doktorsgráðu í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands og kemur að kennslu við sálfræðideild háskólans. Í doktorsnámi sínu rannsakar hann áhættuþætti fyrir þróun og bakslag þunglyndis og hvernig sálræn meðferð getur dregið úr áhættu á endurteknu þunglyndi.

Kristján beitir einkum hugrænni atferlismeðferð en beitir einnig núvitund ásamt öðrum sannprófuðum meðferðum – allt eftir þörfum hvers og eins.

Í meðferð leggur Kristján kapp á að koma til móts við þarfir skjólstæðinga og mæta þeim þar sem þeir eru staddir. Jafnframt að bera kennsl á og rækta styrkleika þeirra.

Menntun og störf

Kristján útskrifaðist með Cand.Psych. gráðu frá Háskóla Íslands þar sem hann hlaut starfsþjálfun á Laugarásnum - meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Þar sinnti hann greiningum, einstaklingsviðtölum og hópmeðferð. Kristján hefur auk þess starfað sem ráðgjafi á réttar- og öryggisgeðdeild á Kleppi.

Sendu Kristjáni skilaboð