Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Jórunn sinnir meðferð fullorðinna og beitir einkum hugrænni atferlismeðferð, núvitund eða almennri samtalsmeðferð eftir þörfum hvers og eins. Jórunn vinnnur með lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi og almenna tilfinningalega vanlíðan.

Hún er með stofurekstur hjá sálfræðingunum Lynghálsi einn dag í viku samhliða starfi sínu á Reykjalundi þar sem hún starfar á geðheilsusviði og tauga- og hæfingarsviði. Þar áður starfaði Jórunn sem sálfræðingur hjá Geðheilsu-eftirfylgdarteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Jórunn lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, cand. psych. prófi frá Aarhus Universitet árið 2008 og sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun HÍ árið 2017.
Jórunn er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi um hugræna atferlismeðferð.

Sendu Jórunni skilaboð