Huldís Franksdóttir Daly, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Huldís er sálfræðingur sem sinnir greiningu og meðferð fullorðinna (18 ára og eldri).

Meðal helstu verkefna Huldísar eru reiðistjórnun, ákveðniþjálfun, meðferð við lágu sjálfsmati, meðferð við kvíða og þunglyndi og notar Huldís hugræna atferlismeðferð og atferlistilraunir í meðferð.

Áður en Huldís útskrifaðist sem sálfræðingur hafði hún starfað sem þroskaþjálfi í mörg ár, mest við atferlisþjálfun barna með einhverfu og við ráðgjöf hjá nærþjónustu- og ráðgjafafyrirtækinu YLFU ehf. Huldís hefur því langa reynslu af störfum með fólki með flókinn vanda.

Rannsóknir:

Once a Sex Offender – Always a Sex Offender? MSc lokaverkefni: Háskólinn í Reykjavík.
Mental simulation of Action: Does Working Memory Capacity Affect Mental Simulation when Solving a Meaningful Task with an Ultimate Goal? BSc lokaverkefni: Háskólinn í Reykjavík.

Sendu Huldísi skilaboð