Guðbjörg Helgadóttir, markþjálfi hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Guðbjörg er mannfræðingur að mennt, markþjálfi og með sérfræðimenntun í fjölskyldumeðferð. Í starfi sínu tekur Guðbjörg mið af áhrifamætti fjölskyldunnar sem heildar og úrræða er leitað með líðan og heilbrigði einstaklinga og fjölskyldu að leiðarljósi. Guðbjörg nýtir einnig aðferðir markþjálfunar í sínu starfi en þær byggja á gagnkvæmu trausti, stuðningi og árangri.

Sérsvið Guðbjargar innan mannfræðinnar og fjölskyldumeðferðar eru þeir málaflokkar er varða félags- og líffræðileg tengsl einstaklinga út frá hugmyndum um skyldleika innan fjölskyldna. Má þar nefna stjúpfjölskyldur, fjölskyldur ættleiddra og rofin fjölskyldubönd.

Guðbjörg hefur víðtæka þekkingu og reynslu af málefnum ættleiddra og fjölskyldna þeirra og stendur meðal annars fyrir námskeiðum fyrir ættleidda sem komnir eru á fullorðinsár.

Guðbjörg leggur höfuðáherslu á mikilvægi þess að viðurkenna og virða upplifun og veruleikaheim hvers einstaklings út frá hans eigin skynjun. Hún vinnur meðal annars út frá hugmyndafræði fyrirbærafræðinnar (e. phenomenology) og hefur hana að leiðarljósi í sinni vinnu – að skynjun og veruleiki einstaklings er eingöngu hans. Enginn annar upplifir sömu skynjun og sama veruleika.

Sérstakar áherslur:

  • Hjóna- og pararáðgjöf
  • Sambandserfiðleikar
  • Samskiptavandi innan fjölskyldna
  • Markþjálfun og valdefling
  • Fjölskyldur ættleiddra
  • Stjúpfjölskyldur
  • Fjölskyldur geðfatlaðra
  • Rofin fjölskyldubönd

Sendu Guðbjörgu skilaboð