Ásdís Herborg Ólafsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Ásdís hefur alltaf haft mikinn áhuga á samspili líkama og sálar og sérhæfði sig í heilsusálfræði síðustu árin í háskóla. Hún býður meðal annars upp á sálfræðiþjónustu fyrir fólk með streitutengd vandamál, ásamt þunglyndi og kvíða. Hún hefur mikla reynslu af að vinna með erfiðleika tengda vanlíðan og óöryggi í vinnu eða skóla. Hún hefur unnið með fullorðna einstaklinga sem hafa orðið fyrir einelti í skóla og borið þá erfiðleika með sér í gegnum lífið. Hún býður einnig upp á sálfræðiþjónustu til að takast á við sorg og áföll.

Ásdís hefur unnið á geðdeildum og séð þar hvað aðstandendur lifa oft undir miklu álagi og eiga í fá hús að venda. Hún hefur þess vegna mikinn áhuga á að veita aðstandendum fólks með geðraskanir stuðning og ráðgjöf.
Annað áhugasvið Ásdísar er vinna með fólki sem flutt hefur á milli landa hvort sem það er af fúsum og frjálsum vilja eða fólk á flótta. Hún hefur einnig langa reynslu í ráðgjöf til foreldra barna og unglinga.

Ásdís lauk Cand.Psych. sálfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla árið 1993. Hún hefur síðan unnið á geðdeildum fyrir bæði börn og fullorðna, við barnavernd unglinga og á heilsugæslu í Stavangri í Noregi. Í Noregi var hún með í flóttamannateymi geðsjúkrahússins og í áfallateymi sveitarfélagsins.

Í Vestur Ástralíu vann hún við Curtin háskólann með ráðgjöf og meðferð fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Þar með talin áfallahjálp.Ásdís hefur unnið sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur síðan hún flutti aftur til landsins árið 2015.
Hún leggur nú stund á tveggja ára nám í “Acceptance and Commitment Therapy” (ACT) á vegum ACT Danmark og ACT Klinikken í Kaupmannahöfn.Ásdís er meðlimur í Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og í Sálfræðingafélagi Íslands.

Sendu Ásdísi skilaboð