Þátttakendur læra um þá mörgu og flóknu þætti sem geta haft áhrif á sjálfsmatið til hins verra. Jafnframt læra þátttakendur um áhrif lágs sjálfsmats á lífsgæði og afköst.

Fjallað er um einkenni lágs sjálfsmats, svo sem neikvæðar hugsanir í eigin garð og vantrú á eigin getu og hvaða áhrif lágt sjálfsmat hefur á hegðun. Rætt verður um hvernig lágt sjálfsmat getur haft áhrif á andlega líðan; valdið depurð, kvíða, reiði og samskiptavanda svo eitthvað sé nefnt.

Teljir þú að námskeiðið þér eða ef þú vilt frekari upplýsingar um það skaltu ekki hika við að senda okkur skilaboð og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.