Að missa tengslin við sína nánustu er afar sár reynsla og getur haft áhrif á líðan einstaklingsins allt hans lífsskeið. Margar ástæður geta verið fyrir rofnum tengslum. Alvarlegir geðsjúkdómar, ofbeldi af öllum toga, óleyst erfða- eða fjárhagsmál og óleyst fjölskyldumál. Ósætti og ágreiningur geta leitt til einangrunar einstaklings eða hóps innan fjölskyldna. Útskúfun, hunsun, skömm og reiði geta valdið miklum einmannaleika og vanlíðan.
Fjölskyldufræðingar taka mið af aðstæðum án þess að dæma eða vera með fyrirfram gefnar forsendur í viðkæmum málum sem þessum.