about-us image
Verið velkomin til

Sálfræðinganna á Lynghálsi

Sálfræðingarnir Lynghálsi eru þverfaglegt teymi sem hefur það markmið að stuðla að almennri geðheilsu og vellíðan bæði einstaklinga og vinnustaða. Teymið hefur sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna, áföllum og afleiðingum þeirra. Einnig erum við í nánu samstarfi við aðra fagaðila s.s. barna- og unglinga geðlækna, geðlækna fullorðinna og markþjálfa. Samkomulag er á milli Sálfræðinganna Lynghálsi og Rauða Kross Íslands varðandi þátttöku og þjálfun í áfallateymi, ráðgjöf og stuðning sjálfboðaliða og starfsfólks auk aðstoðar við hælisleitendur.

Teymið á

Lynghálsinum

Lísa er sú sem tekur hlýlega á móti þér við komuna til okkar í Lynghálsinn. Fagmennska og nærgætni einkenna vinnubrögð Lísu sem hefur margra ára starfsreynslu sem ritari sálfræðinga.

Lísa Kristín Gunnarsdóttir

Ritari

Guðrún er viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík og sér um öll fjármál og reikninga. Hún er einnig vel þekktur handboltaþjálfari yngri flokka sem lætur sér aldrei annað duga en sigur.

Guðrún Ó Axelsdóttir

Bókari / Fjármál